Skólinn

Teikning af Fjólu og samnemendum hennar ásamt tveimur kennurum.

Í Ingunnarskóla er heildstæður grunnskóli með nemendur í 1.-10. bekk. Skólinn er staðsettur í nýju hverfi í útjaðri borgarinnar þar sem stutt er í skemmtilega náttúru sem nýtt er í daglegu starfi og leik. Áhersla er lögð á útikennslu sem samþætt er í allar greinar.

Skólinn er þátttakandi í verkefninu um Grænfánann en í því verkefni er lögð áhersla á ábyrga hegðun gagnvart umhverfinu, innan skólans sem utan. Einkunnarorð Ingunnarskóla eru virðing - ábyrgð - vinsemd

Frístundaheimilið Stjörnuland er fyrir börn í 1.-4. bekk við Ingunnarskóla og félagsmiðstöðin Fókus býður upp á skemmtilegt og fjölbreytt starf fyrir börn og unglinga.

Skólastjóri er Guðlaug Erla Gunnarsdóttir

Aðstoðarskólastjóri er Regína Ómarsdóttir

Skólastarfsemi

Starfsáætlun

Hvað er framundan í Ingunnarskóla? Í starfsáætlun finnur þú meðal annars stefnu skólans fyrir síðasta ár, skipulag kennslu og ótalmargt fleira. 

Skólanámskrá

Viltu vita meira um hugmyndafræði og daglegt starf Ingunnarskóla? Í skólanámskrá finnur þú ítarlegar upplýsingar um hugmyndafræðilegar áherslur og stefnu skólans í námi og starfi. 

Skólaráð

Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans. Ráðið skal skipað níu einstaklingum til tveggja ára í senn, tveimur fulltrúum kennara ásamt einum fulltrúa annars starfsfólks, tveimur fulltrúum nemenda og tveimur fulltrúum foreldra auk skólastjóra sem stýrir starfi skólaráðs og ber ábyrgð á stofnun þess.

Fulltrúar í skólaráði 2024-2025

Starfsáætlun skólaráðs 2024-2025

Matur í grunnskólum

Skólamáltíðir eru gjaldfrjálsar veturinn 2024-2025 en mikilvægt er fyrir skólann að hafa áfram yfirsýn, halda utan um upplýsingar um ofnæmi og óþol og takmarka matarsóun. Því þarf eins og áður að skrá nemendur í mataráskrift.

Þeir nemendur sem voru skráðir í fyrra verða sjálfkrafa skráðir í áskrift en aðrir þurfa að skrá sig. Breyting á skráningu fer fram á matur.vala.is.

Teikning af Fjólu að borða mat í skólanum

Foreldrasamstarf

Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn.

 

Í skólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að skólastarfi.

 

Foreldrafélag  er starfrækt í öllum skólum Reykjavíkurborgar. 

Teikning af Fjólu á leið í skólann ásamt fleiri nemendum og foreldrum

Skólareglur

Hver grunnskóli skal setja sér skólareglur sem skylt er að fara eftir. Skólareglur Ingunnarskóla skiptast í þrjá flokka. Þær gilda alls staðar þar sem nemendur eru á vegum skólans. 

Einelti

Skólasamfélag Ingunnarskóla lýsir því yfir að hvorki einelti né annað ofbeldi er liðið í skólanum. Leitað verður allra ráða til að fyrirbyggja einelti og ofbeldi og til að leysa þau mál sem upp koma á farsælan hátt. 

Skólasókn

Foreldrar/forráðafólk bera ábyrgð á því að barn þeirra sæki skóla en einnig bera þau ábyrgð á námi barna sinna og að fylgjast með námsframvindu.  Hér má finna verklagsreglur  og ferla  varðandi skólasókn.

Mat á skólastarfi

Markmið mats og eftirlits með gæðum starfsins er m.a. að veita upplýsingar um skólastarfið, árangur þess og þróun.

Skólahverfi Ingunnarskóla

Í Reykjavík eru mörg skólahverfi og lögheimili barnsins ræður því í hvaða hverfisskóla það fer.

 

Barnið þitt hefur forgang í sinn hverfisskóla. Engu að síður eiga allir foreldrar kost á að sækja um skóla fyrir börn sín hvar sem er í borginni samkvæmt reglum um skólahverfi, umsókn og innritun. 

 

Hér finnur þú upplýsingar um hvaða götur tilheyra skólahverfi Ingunnarskóla.