Nesti

Okkur langar til að óska eftir góðu samstarfi við ykkur foreldra varðandi nesti nemenda. Mikilvægt er fyrir nemendur í grunnskólum að borða reglulega svo þau fái orku- og næringarefni jafnt yfir allan daginn, líði vel og geti þá betur tekist á við verkefnin sín.
Við viljum benda á að í reglum skólans kemur fram nemendur hafi með sér næringar- og orkuríkt nesti í skólann, ávexti, grænmeti, gróft brauð með hollu áleggi eða eitthvað slíkt. Nemendur bera sig gjarnan saman með nestið og getur það valdið óánægju í hópnum ef einhverjir eru með annars konar nesti en mælt er með í skólareglunum.
Við bendum á ráðleggingar frá Embætti landlæknis sem skólinn tekur mið af, en þar eru gefin viðmið fyrir morgunhressingu og sýnd dæmi um hvaða matvæli gætu verið heppileg, sjá nánar á heimasíðunni: https://island.is/naering-radleggingar-landlaeknis
Viðmið fyrir morgunhressingu:
Alltaf með í skólann: Ávextir og grænmeti Td. eplabitar, banani, mandarínur, vínber, mangó, gulrætur, rófubitar, gúrkubitar litlir tómatar, o.s.frv.
Stundum með í skólann: Aðeins orkumeiri matur til viðbótar við ávextina og grænmeti t.d. ostbitar, egg, hrökkbrauð, hafrahringir, þurrkaðir ávextir eins og rúsínur eða döðlur o.s.frv. Hrein jógúrt/skyr í fjölnota umbúðum.
Fyrir sem nemendur sem borða lítið í morgunmat eða sem verða mjög svöng fyrir hádegismat: Samloka, flatkaka eða hrökkbrauð ásamt grænmeti eða ávöxtum. Til dæmis heilkorna brauð, flatkaka eða hrökkbrauð með kotasælu, osti, túnfiski, hummus, kavíar, lifrarkæfu, eggjum,banana eða avokadó.
Af gefnu tilefni þá er mælst til að orkustykki og ávaxtasælgæti sé ekki í nesti. Eins og margir vita eru þessar vörur ríkar af sykri og rotvarnarefnum. Einnig viljum við árétta að fernudrykkir, gos, orkudrykkir og sætindi eru ekki heimil í skólanum.
Leyfilegt er að koma með skyr og skyrskvísur, fari umbúðirnar heim aftur með nemendum. Allar umbúðir fara aftur með nemendum heim í skólatöskunni ásamt lífrænum úrgangi.