Nemendur íslenskuvers í Safnahúsinu

íslenskuver í safnahúsi

Nemendur í íslenskuveri Ingunnarskóla tóku þátt í skemmtilegu samstarfsverkefni með Listasafni Íslands. 

Verkefnið snérist um menningararfinn, tröll og þjóðsögur. Nemendurnir hafa unnið á skapandi hátt úr frá þessu þema og er afrakstur samstarfsins nú til sýnis í Safnahúsinu Hverfisgötu 15. 

Nemendur Íslenskuversins hafa heimsótt safnið reglulega yfir skólaárið og einnig hafa starfsmenn listasafnsins komið í skólann og unnið með nemendum og kennurum. Krakkarnir voru stoltir og kátir í Safnahúsinu í dag þegar þeir skoðuðu sýninguna og ekki skemmdi fyrri að heljarinnar tröllkarl, hann Tufti, kom og heilsaði upp á mannskapinn. 

Við hvetjum ykkur til að koma við í Safnahúsinu og skoða þessa skemmtilegu sýningu sem verður opin til og með 13. apríl.