Frábær árangur í stærðfræðikeppni

Á dögunum var haldin Stærðfræðikeppni fyrir grunnskólanemendur í Borgarholtsskóla. Nemendur úr 8.-10. bekk gátu skráð sig til keppni.
Stór hópur nemenda Ingunnarskóla tók þátt og stóðu þau sig mjög vel. Bjarni og Sigurlaug stærðfræðikennarar fylgdu hópnum á keppnina.
Við náðum þremur nemendum inn á top 10 í sínum árgangi.
Anna 10. bekk stóð sig mjög vel og náði 3. sætinu hjá 10. bekk.
Jóhannes Þór 9. bekk stóð sig sömuleiðis vel og náði 5. sætinu meðal nemenda 9. bekkjar. Sigþór Örn 9. bekk náði síðan að komast á toppinn meðal nemenda 9. bekkjar en hann landaði 1. sætinu í þeim árgangi.
Frábær árangur hjá krökkunum okkar og óskum við þeim innilega til hamingju.