Hagnýtar upplýsingar
Opnunartími skólans
Skólinn er opinn frá 8:00 alla virka daga. Kennsla á yngsta- og miðstigi hefst kl. 8:30 nema á föstudögum kl. 8:50. Kennsla á efsta stigi hefst kl. 8:50.
Skrifstofa
Skrifstofan er opin frá 8:00-16:00 alla virka daga nema á föstudögum til 15:00. Skiptiborð skólans er opið frá 7:45 - 14:30 en lokar í hádeginu milli 12:00-12:40.
Nesti
Boðið er upp á hafragraut alla morgna frá 8:00-8:30. Nemendur koma með hollt nesti að heiman til að borða í nestistíma og vatnsbrúsa.
Skápar
Nemendum 2.-10. bekkjar er úthlutað skápum sem staðsettir eru í anddyri skólans. Skáparnir eru ólæstir en nemendur geta komið með lása að heiman til að nota í skólanum.
Nemendur 1. bekkjar eru með aðstöðu í fatahengi við 1. bekkjar stofuna.
Símanotkun
Ingunnarskóli er símalaus skóli og því eru símtæki ekki leyfð í stofum eða göngum skólans.
Forfallatilkynningar
Veikindi eða stutt leyfi skulu forráðamenn eða aðstandendur tilkynna áður en kennslustund hefst og síðan daglega á skrifstofu skólans í síma 411-7828 eða á netfangið ingunnarskoli@reykjavik.is . Einnig er hægt að tilkynna veikindi og leyfi í gegnum foreldraaðgang í Mentor.