Skipulag fyrir 19. desember

jólakúlur

Nú líður að jólum og því viljum við upplýsa ykkur um skipulagið 19. desember.

Við ætlum að endurtaka leikinn frá síðasta ári og hafa síðasta daginn tvöfaldan skóladag.

Nemendur mæta í skólann á venjulegum tíma fimmtudaginn 19. desember og eru þann dag í skólanum skv. stundatöflu. Þetta er þemadagur svo listgreinar, íþróttir og sund falla niður.

1.-6. bekkur fer á jólaskemmtun sem haldin verður í skólanum milli kl. 10:15-10:45 og aldrei að vita nema að rauðklæddir gestir mæti þangað og skemmti krökkunum.

Nemendur mega mæta með sparinesti og fernudrykk en ekki sælgæti þennan dag.

Þau fara svo heim eftir að skóladegi lýkur á hefðbundnum tíma.

Þar sem þetta er tvöfaldur skóladagur mæta nemendur aftur í skólann í Jólaþorp Ingunnarskóla frá kl. 17-19. Nemendur koma í Jólaþorpið með fjölskyldunni sinni og gaman væri t.d. að bjóða afa og ömmu að koma með.

Í Jólaþorpinu verður fjölbreytt dagskrá í boði og jólastemning ríkir í öllum skólanum. Það væri gaman ef sem flestir sæju sér fært að eiga skemmtilega stund með okkur. Í viðhengi er að finna nánari upplýsingar um hvað verður í boði.

10. bekkur verður með opið kaffihús þar sem gestum gefst kostur á að kaupa góðgæti og njóta en ágóðinn rennur í ferðasjóð vegna útskriftarferðar þeirra.

Viljum við biðja foreldra og aðra gesti að hafa með í för reiðufé ætli þeir að styrkja þessi málefni.

Eftir að dagskrá Jólaþorpsins lýkur eru nemendur komnir í jólafrí.

Skólastarf hefst að nýju föstudaginn 3. janúar samkvæmt stundatöflu.

Við óskum ykkur gleðilegra jóla með von um að þið hafið það sem allra best yfir hátíðarnar.