Jólaskákmót 1.-3. bekkjar – Bronz til Ingunnarskóla

jólaskákmót

Jólaskákmót grunnskólasveita í 1.-3. bekk fór fram um síðustu helgi.

Ingunnarskóli sendi tvær sveitir til keppni en þær skipuðu nemendur úr 3. bekk.

A-sveit Rimaskóla lenti í 1. sæti og sveit Melaskóla varð í 2. sæti. 

A-sveit Ingunnarskóla gerði sér svo lítið fyrir og lenti í 3. sæti með 18 ½ vinning sem er frábær árangur. Sveitin var þannig skipuð: Sophia Maria, Aníta Rút, Viktor Freyr, Eva Rún og Halldór.

B-sveit Ingunnarskóla lenti í 10. sæti með 8 ½ vinning. Hún var þannig skipuð: Róbert Elvar, Margrét Alda, Magnhildur Sara, Þórdís Hekla og Elvar Jökull.

Allir keppendur Ingunnarskóla stóðu sig vel og voru alveg til fyrirmyndar.

Liðsstjóri A-sveitarinnar var Hrafnkell faðir Evu Rúnar og liðsstjóri B-sveitarinnar var Gunnar skákkennari.