Bátaleikaverðlaun

bátaleikaverðlaun

Á þessu ári hlutu sex íslenskir kennarar gæðamerki eTwinning fyrir framúrskarandi eTwinning verkefni, með alls sex National Quality Label (NQL) og fimm European Quality Label (EQL). Þessi gæðamerki eru veitt til að viðurkenna fagmennsku, nýsköpun og gæði alþjóðlegra samstarfsverkefna í menntakerfinu. 

Á dögunum hlaut Ingunnarskóli gæðamerki fyrir þátttöku í  Bátaleikunum sem er margverðlaunað verkefni unnið á hverju vori hjá okkur í tengslum við Austur Vestur. 

Guðbjörg Bjarnadóttir deildarstjóri hefur haldið utan um verkefnið frá upphafi, en það er unnið af nemendum í 6. bekk undir stjórn umsjónarkennara. 

Guðbjörg tók við viðurkenningunni fyrir hönd nemenda og kennara á miðstigi og óskum við þeim öllum til hamingju. Við erum stolt af þessari vinnu og eTwinning starfinu í Ingunnarskóla.