Kennsla til hádegis miðvikudaginn 7. janúar

kross

Við viljum upplýsa ykkur um að kennsla fellur niður frá klukkan 12:00 miðvikudaginn 7. janúar vegna útfarar. 

Gyða Björk Jónsdóttir sérkennari við Ingunnarskóla lést laugardaginn 20. desember eftir erfið veikindi.

Boðið verður upp á gæslu fyrir þá nemendur í 1.-3. bekk sem eru að fara í Stjörnuland til klukkan 13:40 eða þar til að Stjörnuland tekur við börnunum.

Hádegismatur verður í boði fyrir alla nemendur skólans áður en þau fara heim eða í gæslu.