Viðtalsdagur og starfsdagur framundan

Foreldrar

Við minnum á að á miðvikudaginn, 5. febrúar, er viðtalsdagur í Ingunnarskóla.

Þá mæta nemendur með foreldrum sínum í viðtöl og hitta á umsjónarkennara. Engin kennsla er því þennan dag. Einhverjir hafa nú þegar komið í viðtal til umsjónarkennara og eru þeir nemendur þess vegna í fríi þennan dag. Hægt er að skrá sig á viðtal í Mentor og hvetjum við alla sem eiga það eftir að klára það.

Við ætlum að setja alla óskilamuni fram sem hafa safnast upp í skólanum í vetur. Hvetjum við ykkur eindregið til að athuga hvort þið kannist við eitthvað þar. Eftir miðvikudaginn munum við fara með það sem eftir verður og gefa til hjálparsamtaka.

Fimmtudaginn 6. febrúar er starfsdagur í Ingunnarskóla og því engin kennsla heldur þann dag.