Vetrarfrí framundan

Dagana 24. og 25. febrúar er vetrarfrí í skólanum.
Þessa daga er engin kennsla í Ingunnarskóla og Stjörnuland er einnig lokað. Kennsla hefst síðan aftur skv. stundatöflu miðvikudaginn 26. febrúar.
Að því tilefni verða ýmsir viðburðir fyrir alla fjölskylduna í boði Reykjavíkurborgar og er hægt að nálgast dagskrána hérna.
Við óskum nemendum og starfsfólki skólans ánægjulegra vetrarfrísdaga. Við vonumst til að nemendur njóti leyfisins sem allra best og komi hressir og kátir í skólann að því loknu.