Útskrift 10. bekkjar og skólaslit 1. - 9. bekkjar

Útskrift 10. bekkjar nemenda Ingunnarskóla verður á sal skólans í dag, miðvikudaginn 4. júní, kl. 18:00. Gert er ráð fyrir að athöfnin taki um 1 til 1½ klst.
Foreldrar og aðrir aðstandendur eru hjartanlega velkomnir til að samgleðjast útskriftarhópnum okkar. Þetta er stór stund í lífi nemenda sem okkur langar til að þau minnist á lífsleiðinni.
Á morgun, fimmtudaginn 5. júní, verða skólaslit hjá 1.-9. bekk Ingunnarskóla. Þetta er skertur skóladagur samkvæmt skóladagatali og mæta nemendur því aðeins á skólaslitin þennan dag. Foreldrar eru sömuleiðis hjartanlega velkomnir að vera viðstaddir skólaslitin.
Tímasetningar skólaslita:
- 9:00 í 1.-6. bekk
- 9:45 í 7.-9. bekk
Gert er ráð fyrir að skólaslitin taki um eina klukkustund en í upphafi koma nemendur saman á sal og fara síðan í sína heimastofu og kveðja kenn-arana áður en haldið er út í sumarið.
Nemendur fá afhentan vitnisburð eftir skólaárið en við hvetjum forráðamenn einnig til að kynna sér hæfnikort inn á Mentor.
Við minnum alla nemendur á að tæma skápana sína í skólalok og fjarlægja lása.
Óskilamunir munu síðan vera við inngang skólans til 13. júní en að þeim tíma loknum verða þeir gefnir til hjálparstofnanna. Við hvetjum því alla að koma við og sjá hvort þið kannist við eitthvað.
Skólastarfið hefst að nýju fimmtudaginn 21. ágúst með viðtalsdegi og hefst svo kennsla skv. stundatöflu föstudaginn 22.ágúst.