Popphátíð

Í dag var uppskeruhátíð í skólanum til að fagna lokum á góðum lestrarspretti nemenda.
Lestrarspretturinn hefur staðið yfir frá 13. janúar og markmiðið var að lesa í skólanum í um það bil 15 mínútur á dag og safna poppbaun fyrir hverja mínútu. Þær Guðmunda og Karen sáu um framkvæmd popphátíðar og fóru inn í alla bekki með poppvél og poppuðu fyrir nemendur. Það var verulega gaman að sjá hvað nemendur voru duglegir að lesa og þeir voru einnig mjög ánægðir með afraksturinn og poppveisluna.