Öskudagur

Það var líf og fjör á öskudeginum í Ingunnarskóla í dag þar sem allskonar furðuverur mættu í skólann.
Skólastarfið var brotið upp þar sem nemendum var skipt upp í 4 hópa. Þeir fóru svo á milli svæða á stöðvar.
Á einu svæði var bingóstöð, á öðru dansstöð, ein stöðin var listastöð og svo var leikjastöð í íþróttahúsinu þar sem kötturinn var m.a. sleginn úr tunnunni.
Dagurinn endaði svo á hádegi með pylsuveislu í mötuneytinu.