Óskilamunir

óskilamunir

Nú er svo komið að við erum alveg að drukkna í óskilamunum hérna í Ingunnarskóla. Okkur langar til að biðja ykkur um að skoða hvort þið kannist ekki við eitthvað af þeim.

Eftir að Stjörnuland kom hingað inn í hús hefur þetta aukist til muna. Er svo komið að við höfum varla pláss fyrir þetta lengur hjá okkur. Við ætlum því að fara með þetta í Rauða krossinn eftir námsviðtaladaginn þann 5. febrúar.

Við hvetjum ykkur því til að skoða vel það sem er í óskilum hérna hjá okkur. Þá er að finna í körfum sem eru til vinstri þegar þið komið inn um aðaldyrnar og í grænu skápunum við innganginn inn á skrifstofuna (bæði merkt). Við munum taka alla óskilamuni fram á námsviðtaladaginn en eftir það munum við setja þá í Rauða krossinn.

Okkur langar einnig til að biðja ykkur um að hvetja börnin ykkar um að ganga frá fötunum sínum inn í skápana sína í lok dags í stað þess að skilja þau eftir við aðaldyrnar. Oft eru föt á víð og dreif og því erfitt að halda skólanum snyrtilegum vegna þeirra.

Einu sinni í mánuði förum við yfir óskilamunina og setjum við allt sem er merkt með nafni nemanda aftur inn í skápana hjá þeim. Við hvetjum því foreldra að vera dugleg að merkja fötin með nafni því þá komast þau alltaf til skila. 

Einnig viljum við minna eldri nemendur til að taka töskurnar sínar með sér heim á daginn eða setja þær í skápana sína. Það er starfsemi í skólanum á kvöldin og því vont ef það eru töskur út um allan skólann.