Gulur september

🎗️Gulur dagur – sýnum samstöðu þann 10. september og mætum í gulu! 🎗️
Þriðjudaginn 10. september er alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga – dagur sem minnir okkur á mikilvægi þess að hlúa að andlegri heilsu og vera til staðar fyrir hvert annað.
Í tilefni dagsins og sem hluti af Gulum september, viljum við hvetja ykkur öll til að mæta í gulu og auka þannig vitundavakningu og sýna stuðning og samstöðu.
Gulur litur táknar von, hlýju og bjartsýni – og með því að klæðast gulu sendum við skýr skilaboð:
- Við stöndum saman
- Við tökum samtalið
- Við styðjum hvert annað
Með yngri nemendum mætti leggja áherslu á jákvæðni, góðvild, umhyggju oþh en kafa dýpra með eldri nemendum.
Viltu vita meira eða taka þátt í viðburðum?
Á gulurseptember.is má meðal annars finna dagatal með dagskrá, fræðsluviðburðum og hugmyndum. Þar er einnig að finna upplýsingar um verkefnið, sem stendur yfir frá 1. september til 10. október, og hvernig hægt er að skrá viðburði eða fá efni til að styðja við vitundarvakninguna.
Tökum þátt saman og munum að það er alltaf í lagi að tala um tilfinningar og leita stuðnings 💛