Grunnskólameistarar í handbolta

handbolti25

Í vikunni fór fram Skólamót HSÍ fram í handbolta. Ingunnarskóli sendi lið úr 6. bekk bæði í stúlkna- og strákaflokki, tvo stúlknalið og eitt strákalið. 

Það er skemmst frá því að segja að öll liðin komust áfram í úrslitakeppnina, alveg frábær árangur. Bæði stúlknaliðin komust svo áfram í undanúrslit en strákarnir voru óheppnir og duttu út á lakari markatölu án þess að hafa tapað leik.

Annað stúlknaliðið komst síðan í sjálfan úrslitaleikinn sem þær unnu og vörðu því titilinn frá því í fyrra.

Allir nemendur í 6. bekk fóru með á mótið og gaman að sjá hvað þau voru dugleg að hvetja félaga sína áfram.