eTwinning

Ingunnarskóli hefur hlotið viðurkenninguna eTwinning School Label 2025–2026. Á Íslandi eru þrír eTwinning skólar. Þetta er aðgengilegt skólasamfélag á netinu þar sem hægt er að komast í samband við evrópska kennara og skólafólk, taka þátt í einföldum samstarfsverkefnum og sækja sér endurmenntun á vinnustofum og námskeiðum, svo nokkuð sé nefnt, allt með hjálp upplýsingatækni.
Þetta er frábær árangur hjá eTwinning-teyminu í skólanum og við erum virkilega stolt af þessari viðurkenningu.