Jólakveðja
Í dag var síðasti kennsludagurinn í Ingunnarskóla fyrir jólafrí.
Seinni part dags buðum við öllum nemendum og fjölskyldum þeirra að heimsækja Jólaþorp Ingunnarskóla. Það var afskaplega ánægjulegt að sjá hversu margir sáu sér fært að koma með börnum sínum og eiga góða stund saman.
Fyrsti kennsludagur eftir jólafrí er föstudaginn 3. janúar skv. stundatöflu.
Við óskum ykkur gleðilegra jóla og vonum að þið njótið samverunnar með ykkar nánustu yfir hátíðarnar.