Grunnskólameistarar í handbolta

Í dag fóru fram úrslitin í grunnskólamótinu í handbolta í 5.-6. bekk.
Ingunnarskóli átti eitt lið í úrslitum en stúlkur í 5. bekk komust áfram.
Þær gerðu sér lítið fyrir og sigruðu lið Dalskóla í æsispennandi úrslitaleik sem fór alla leið í vítakeppni.
Glæsilegur árangur hjá stelpunum!