Dagur íslenskrar tungu

dagur íslenskrar tungu

Í morgun áttum við góða stund saman á sal skólans þegar við héldum upp á Dag íslenskrar tungu. Dagur íslenskrar tungu er haldinn hátíðlegur 16. nóvember ár hvert til að minna okkur á að leggja rækt við tungumálið okkar.

Embla Bachmann, rithöfundur og fyrrum nemandi Ingunnarskóla, veitti viðurkenningar í ljóða- og smásagnakeppni skólans, en aldrei fyrr hafa verið send inn jafnmörg verkefni í keppnina. Veitt voru verðlaun fyrir besta ljóðið og bestu söguna á yngsta, mið- og unglingastigi en jafnframt voru þrenn aukaverðlaun veitt; fyrir fallegasta ljóðið, sorglegasta ljóðið og sérstök verðlaun fyrir efnilegan rithöfund.

Í lokin sungum við saman við undirleik Snorra í 10. bekk.

Viðurkenningar í ljóða- og smásagnakeppninni hlutu:

Yngsta stig

Besta sagan: Þórdís Hekla Andradóttir, 3. bekk

Besta ljóðið: Jökla Katrín Arnarsdóttir, 2. bekk

Miðstig

Besta sagan: Hrafnhildur Lillý Hauksdóttir, 5. bekk

Besta ljóðið: Bjarni Sólberg Seljan Eyþórsson, 6. bekk

Unglingastig

Besta sagan: Snorri Steinn Michelsen, 9. bekk

Besta ljóðið: Guðrún Eiríksdóttir, 10. bekk

Sorglegasta ljóðið: Þórunn María Reynisdóttir, 10. bekk

Fallegasta ljóðið: Sigrún Li Qing Örvarsdóttir, 10. bekk

Efnilegur rithöfundur: Kristín María Þrándardóttir, 9. bekk