Aðalfundur foreldrafélags Ingunnarskóla

Foreldrar

Foreldrafélag Ingunnarskóla boðar til aðalfundar þriðjudaginn 19. nóvember kl. 20:00 í húsnæði skólans.

Á dagskrá fundarins eru hefðbundin aðalfundarstörf, þar á meðal kosning í nýja stjórn. 

Fulltrúar í skólaráð verða einnig kosnir á fundinum og hvetjum við þá aðila sem gefið hafa kost á sér í skólaráðið að mæta á fundinn, ásamt öllum bekkjarfulltrúum.

Í framhaldi af aðalfundi verður fræðsla frá Hildi Halldórsdóttur námsráðgjafa sem ber heitið Skjátíminn er búinn - að setja börnum og unglingum mörk í netnotkun. Þar verður fjallað um skjánotkun barna og unglinga, samfélagsmiðla og tölvuleiki og gefin góð ráð til þess að halda utan um tæknimálin í uppeldinu.

Við hvetjum forráðamenn til að fjölmenna á aðalfundinn. Gott samstarf og samráð á milli foreldra og skóla er mjög mikilvægt fyrir velferð nemenda og gefur þátttaka forráðamanna aukið tækifæri til að hafa áhrif á skólastarfið og kynnast því betur. Skólastjórnendur taka þátt í umræðum á fundinum.